Skilmálar

Skilmálar

Til baka
  • Íslandshótel áskilur sér rétt til að hætta að bjóða upp á vörur fyrirvaralaust.

 

  • Íslandshótel setur fyrirvara við rangfærslur, villur og/eða mistök sem eru mögulegar settar fram á vefsíðunum islandshotel.is og shop.islandshotel.is og tekur ekki ábyrgð á slíkum villum.

 

  • Íslandshótel áskilur sér rétt til að breyta öllum upplýsingum sem fram koma á vef Íslandshótela, sem og þessum skilmálum, án nokkurs fyrirvara.

 

  • Bókun er háð framboði og að laust sé á þeim dagsetningum sem viðskiptavinur óskar.

 

  • Íslandshótel býður viðskiptavinum upp á að breyta bókun gegn vægu gjaldi en breyting er þó háð framboði og að laust sé á þeim dagsetningum sem viðskiptavinur óskar.

 

  • Öll verð í vefverslun eru með inniföldum virðisaukaskatti ef á við.

 

  • Gistináttatilboð og gjafabréf fást ekki endurgreidd nema annað komi fram.

 

  • Gistináttatilboð, gjafabréf og miðar á viðburði mega vera notuð af hverjum sem er. 

 

  • Ef miði er keyptur á viðburð, getur viðkomandi fallið frá kaupum og óskað eftir endurgreiðslu innan 14 daga frá miðakaupum sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga.

 

  • Ef miði er keyptur á viðburð sem er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum á kaupandi í engum tilfellum rétt á endurgreiðslu á miða. Að auki á kaupandi engan rétt til þess að skipta miðanum út fyrir annan viðburð á vegum seljanda, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema þegar viðburðurinn fellur niður.

 

  • Ef viðburður eða viðburðardagsetning fellur niður verður eigendum miðanna boðið á aðra dagsetningu ef úr öðrum dagsetningum er að velja. Eigendum miðanna býðst að fá sína miða endurgreidda ef þeir komast ekki á breytta dagsetningu.

 

  • Íslandshótel ber enga ábyrgð á persónulegum verðmætum viðskiptavina.

 

  • Íslandshótel ber enga ábyrgð glatist gistináttatilboð, gjafabréf eða miðar á viðburði. Viðskiptavini ber að geyma gögnin á öruggum stað, eins og um fjármuni væri að ræða.

 

  • Með kaupum á vörum hjá Íslandshótelum samþykkir þú að fá sendan tölvupóst, svosem upplýsingar um vörur eða þjónustu tengt kaupunum. Ef þú af einhverjum ástæðum vilt ekki samþykkja þetta, þá getur þú haft samband við skrifstofu Íslandshótela.

 

  • Íslandshótel meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög. Persónuverndarstefna Íslandshótela er að aðgengileg á islandshotel.is.


Share by: